Hringt í neyðarnúmer
1
Gæta skal þess að kveikt sé á tækinu.
2
Athugaðu hvort nægilegur sendistyrkur er fyrir hendi. Einnig kann að vera nauðsynlegt að gera eftirfarandi:
•
Komdu SIM-korti fyrir.
•
Afnema skal símtalatakmarkanir, sem eru virkar í tækinu, svo sem útilokun, fast númeraval og lokaðan
notendahóp.
•
Gætið þess að flugsniðið sé ekki virkt.
3
Ýta skal endurtekið á hætta-takkann þar til heimaskjárinn kemur upp.
4
Sláðu inn opinbera neyðarnúmerið fyrir viðkomandi svæði. Neyðarnúmer eru breytileg eftir stöðum.
5
Styddu á hringitakkann.
6
Gefa skal upp allar nauðsynlegar upplýsingar eins nákvæmlega og kostur er. Ekki má slíta símtali fyrr en að fengnu
leyfi til þess.
Mikilvægt: Kveikja skal bæði á hringingum um farsímakerfið og internetið, ef tækið styður símtöl um internetið.
Tækið reynir bæði að koma á neyðarsímtölum í farsímakerfinu og um þjónustuveitu netsímtala. Ekki er hægt að tryggja
tengingar við hvaða skilyrði sem er. Aldrei skal treysta eingöngu á þráðlaust tæki ef um er að ræða bráðnauðsynleg samskipti,
t.d. í bráðatilvikum.